Tölvunarfræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í víðasta skilningi lýtur tölvunarfræði að rannsóknum á upplýsingavinnslu og reikningsaðferðum, bæði í hugbúnaði og vélbúnaði. Í reynd snýst tölvunarfræðin um fjölmörg viðfangsefni tengd tölvum, allt frá formlegri greiningu reiknirita og yfir í áþreifanlegri fyrirbæri eins og forritunarmál, hugbúnað og tölvuvélbúnað.