Fermíeind
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fermíeind (einnig kölluð oddskiptaeind) er eind sem hlýtur einstæðukenningu Paulis og hefur ekki heiltöluspuna. Eind sem hefur t.d. 1/2 spuna þarf að snúast tvisvar til þess að ná aftur upprunnalegri stöðu sinni. Allt efni samanstendur af fermíeindum, þ.e.a.s. létteindum (eins og rafeindum) og kvörkum (sem nifteindir og róteindir eru gerðar úr). Eindir samsettar úr fermíeindum geta bæði verið fermíeindir (t.d. þungeindir) eða bóseindir (t.d. miðeindir).
[breyta] Heimild
- Greinin „Enrico Fermi“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. desember 2005.
[breyta] Tengt efni
- Bóseind