Dreki (goðsagnavera)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dreki er goðsagnavera sem kemur fram í mörgum ævintýrum og goðsögnum. Drekum er venjulega lýst sem ormi eða snák með fætur sem býr yfir einhverjum yfirnáttúrulegum kröftum (t.d. gat drekinn Smeyginn dáleitt fólk með reyk sem kom úr nösunum á honum og spúið eldi úr kjaftinum). Þeir eru sumir hverjir með vængi en stærð þeirra er allt frá því að vera eins og lítil eðla upp í ferlíki sem er nær risaeðlu að stærð. Í vestrænum goðsögum eru drekar venjulega ferfættir, vængjaður meinvættur sem spúa eldi eða eitri, en í austrænum sögum eru þeir oft eins og slöngur með fætur og fullt af fálmurum og góðir og rosalega vitrit en tákna stundum heppni og gæfu.