Benedikt Sveinsson (yngri)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Benedikt Sveinsson (fæddur 2. desember 1877 - látinn 16. nóvember 1954) fæddist á Húsavík. Hann var sonur Sveins Víkings Magnússonar, veitingamanns, og Kristjönu Guðnýjar Sigurðardóttur, húsmóður og ljósmóður. Benedikt lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1901 og tók próf í forspjallsvísindum árið 1902. Hann var einn af stofnendum Landvarnarflokksins árið 1902. Benedikt kvæntist Guðrúnu Pétursdóttur árið 1904 og átti með henni sjö börn, Svein, Pétur, Bjarna, Kristjönu, Ragnhildi, Guðrúnu, Ólöfu.