Öreindafræði
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Öreindafræði er grein innan eðlisfræðinnar sem reynir að lýsa eiginleikum og víxlverkun á milli öreinda eins og róteinda, nifteinda, rafeinda, ljóseinda, mýeinda, fiseinda og annarra öreinda.
Öreindafræði er einnig nefnd háorkueðlisfræði vegna þess að margar öreindir eru ekki sjáanlegar með mælitækjum nema með því að skoða háorku árekstra á milli frumeinda eða samstæðra öreinda eins og róteinda eða nifteinda.