Völuspá
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Völuspá er kvæði tengt norrænni goðafræði og í dag ein helsta heimild um hana. Í Völuspá er sagt frá sögu heimsins, allt frá sköpun hans til ragnaraka. Hún samanstendur af 63 vísum ortum undir fornyrðislagi. Völuspá er hluti Eddukvæða og varðveitt í Konungsbók Eddukvæða frá árinu 1270.