Thích Quảng Đức
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thích Quảng Đức (1897 – 11. júní 1963 í Saigon í Víetnam) (quốc ngữ: Thích Quảng Đức; Chữ Nôm: 釋廣德) var búddamunkur frá Huế í Víetnam sem framdi sjálfsmorð með íkveikju á miðdegi 11. júní 1963 á fjölförnum gatnamótum í Saigon í Víetnam til að mótmæla kúguninni sem búddistar þurftu að þola undir stjórn forsætisráðherra landsins, Ngô Đình Diệm, sem var kaþólskrar trúar. Forsetafrú hans, Ngô Đình Nhu, hafði það að segja um atburðinn að hún myndi klappa sæji hún aðra „munkagrillsýningu“, þessi ummæli urðu til þess að hún fékk viðurnefnið „drekakonan“.
Efnisyfirlit |
[breyta] Ástæður fyrir sjálfsíkveikjunni
Thích Quảng Đức hafði undirbúið sig fyrir sjálfsíkveikjuna með hugleiðslu um nokkura vikna skeið og útskýrt ástæðurnar fyrir henni í bréfum til búddistasamfélagsins og ríkisstjórnar Suður-Víetnam. Í þessum bréfum útskýrði hann löngun sína til að vekja athygli á kúgun búddasamfélagsins af hálfu ríkisstjórnar Ngô Đình Diệm. Í bréfi til ríkisstjórnarinnar hafði hann beðið hana að:
- Afnema bannið á búddistafánanum.
- Veita búddisma sömu réttarstöðu og kaþólskri trú.
- Hætta að hafa búddista í haldi.
- Veita búddamunkum og nunnum rétt til að iðka og boða trú sína.
- Veita fjölskyldum fórnarlambanna bætur og refsa þeim sem báru ábyrgð á dauða þeirra.
Ríkisstjórnin varð ekki við þessum beiðnum, sem varð til þess að Thích Quảng Đức framdi sjálfsíkveikju sína. Eftir dauða hans var hann brenndur og sagt er að hjarta hans hafi ekki viljað brenna, fyrir vikið er það talið heilagt.
[breyta] Áhrif í menningu
Árið 1992 notaði rokkhljómsveitin Rage Against The Machine myndina á umslagi samnefndri frumraunar þeirra.
[breyta] Heimildir
- Greinin „Thích Quảng Đức“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 26. október 2005.
- „Self-Immolation of Thich Quang Duc“. Sótt 26. október 2005.