Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Sjálfsmorð - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Sjálfsmorð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjálfsmorð (einnig sjálfsvíg) er sá verknaður að deyða sig viljandi. Sjálfsmorð er ein algengasta dánarorsök á vesturlöndum og árlega fyrirfer sér um hálf milljón manna út um allan heim, og þar að auki gera um fimm milljónir manna tilraun til sjálfsvígs á hverju ári.

Viðhorf til sjálfsvíga eru mismunandi eftir löndum, bæði með tilliti til tíðni sem og viðhorfa til sjálfsvíga. Viðhorf á vesturlöndum ráðast að miklu leiti af kristinni trú en samkvæmt henni er sjálfsvíg synd og þeir sem hana fremja er tryggð örugg vist í helvíti. Sjálfsvíg voru auk þess skilgreind sem glæpur í Bandaríkjunum og á sumum vesturlöndum langt fram eftir síðustu öld. Það er kaldhæðnislegt að viðurlög við sjálfsvígum hafa sum staðar verið dauðarefsing. Í flestum löndum er enn glæpur að aðstoða fólk við að taka eigið líf, en sum lönd eru þó farin að leyfa líknarmorð að einhverju marki.

Efnisyfirlit

[breyta] Orsakir sjálfsvíga

Umfjöllun um orsakir sjálfsvíga getur aldrei orðið tæmandi. Hver einstaklingur hefur eigin ástæður sem hann telur nægjanlegar til að svipta sig lífi og hvert tilvik verður að skoða í samhengi við einstaklinginn. Þrátt fyrir þetta eru nokkrar algengar skýringar á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum.

Fyrsta tilraunin til að skrifa um sjálfsvíg á reglulegan hátt var gerð af Emile Durkheim í lok 19. aldar. Margar niðurstaðna hans eru enn í fullu gildi en auknar rannsóknir ásamt breyttu þjóðfélagsmynstri hafa einnig útvíkkað og breytt niðurstöðunum. Eftirfarandi atriði eru algeng meðal þeirra sem fyrirfara sér: Viðkomandi er kominn á eftirlaun, hann er atvinnulaus, fráskilinn, barnlaus, býr einn. Sjálfsvíg eru einnig algengari meðal fátækra, en athuga verður að fátækt er ekki bein orsök sjálfsvíga. Algengt er að fólk sem fyrirfari sér þjáist af geðsjúkdómum, lang algengast er þunglyndi.

Ekki eingöngu fólk sem þjáist af geðsjúkdómum fremur sjálfsvíg. Fólk sem þjáist af banvænum sjúkdómum kýs stundum að fyrirfara sér í stað þess að ganga í gegnum miklar þjáningar. Í sumum löndum Evrópu (t.d. Sviss) hafa sjálfsmorð einstaklinga sem þjást af banvænum sjúkdómum verið leyfð við mjög ákveðnar aðstæður. Í þeim tilfellum er oft talað um líknardráp.

Menningarleg viðhorf geta stundum verið orsakaþáttur. Í Japan tíðkuðust lengi sjálfsvíg samúræja sem litu á það sem meiri auðmýkingu fyrir sig og fjölskyldu sína að halda lífi við ýmsar aðstæður, svo sem ef þeir brugðust leiðtoga sínum eða voru teknir til fanga. Aðferðin kallast seppuku, eða kviðrista, og byggðist á því að einstaklingur skar magann á sér frá einum enda til annars. Sjálfsvíg Japana eru þó fæst með þessum hætti í dag. Herforingjar og hermenn japanska hersins í síðari heimstyrjöldinni tóku stundum eigið líf á sambærilegan hátt.

Hermenn fórna stundum eigin lífi fyrir félaga sína eða málstað, til að mynda með því að fleygja sér yfir handsprengju í skotgröf. Slíka fórn má telja sem sjálfsvíg, en þeim fylgir sjaldan óheiður.

[breyta] Sjálfsvígsaðferðir

Aðferðir til sjálfsvíga eru afar mismunandi eftir löndum og fer mjög eftir aðgengi að lyfjum, efnum, tækjum og tólum. Þannig kjósa margir að fyrirfara sér með gasi á Englandi, þar sem gaseldavélar eru algengar, en í Bandaríkjunum er nokkuð algengt að fólk noti skotvopn. Nokkrir frægir einstaklingar hafa framið sjálfsmorð með aðstoð blásýru.

[breyta] Tilraunir til sjálfsvíga

Margfalt fleiri gera tilraun til sjálfsvíga en heppnast það. Sambandið á milli sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígs er e.t.v. flóknara en það lítur út fyrir í fyrstu. Tilraunir til sjálfsvígs eru ekki endilega misheppnaðar sjálfsvígstilraunir, þ.e. þær fela ekki endilega í sér fullan ásetning um að fyrirfara sér. Margir fræðimenn líta annað hvort á sjálfsvígstilraunir sem nokkurs konar aðferð til að gera upp hug sinn, eða sem aðferð til að kalla á hjálp. Sjálfsvíg er enda stór ákvörðun og ólíkt flestum ákvörðunum er ekki hægt að skipta um skoðun. Þannig er hægt að líta á a.m.k. sumar sjálfsvígstilraunir sem tilraun sem ætlað er að mistakast og hefur það markmið að styrkja eða letja einstaklinginn þeirri í ákvörðun sinni að falla fyrir eigin hendi.

Það sem bendir til þess að tilraun til sjálfsvígs séu tilraunir til að gera upp hug sinn er tvennt. Í fyrsta lagi nota flestir þeir sem gera tilraun til sjálfsvígs til þess aðferðir sem eru ekki líklegar til að leiða til dauða og í öðru lagi gera margir tilraun til sjálfsvígs við aðstæður þar sem afar líklegt er að einhver komi þeim til bjargar. Það er áhugavert að þó svo að fleiri karlar falli fyrir eigin hendi eru fleiri konur sem reyna sjálfsvíg en karlar. Konur nota hins vegar oft „vægari“ aðferðir, t.d. lyf, á meðan karlmenn nota aðferðir sem eru líklegri til að heppnast, eins og að hengja sig eða skjóta.

Þrátt fyrir að margir sem reyna sjálfsvíg vilji í raun ekki taka eigið líf, og noti aðferðir sem ólíklegt er að leiði til dauða, þá eru þeir engu að síður í mikilli hættu. Og ekki má gleyma því að meira en helmingur þeirra sem fyrirfara sér hafa reynt það a.m.k. einu sinni áður.

[breyta] Tíðni sjálfsvíga

Talið er að sjálfsvíg séu mun fleiri en opinberar tölur gefa til kynna og eru helstu ástæður þess að opinberar tölur passa ekki við rauntíðni sjálfsvíga taldar félagsleg andstaða við sjálfsvíg ásamt því að erfitt getur verið að meta hvort einstaklingur sem deyr hafi haft fullan ásetning um að deyja. Af þessum sökum bera að skoða tölur um sjálfsvíg og samanburð sjálfsvíga eftir löndum afar varlega. Tíðni sjálfsvíga er kynbundin. Tilraunir til sjálfsvíga eru tíðari meðal kvenna, en sjálfsvíg karla eru árangursríkari. Helstu áhættuhópar eru fólk á bilinu 15–24 ára, eldri karlmenn og miðaldra konur.

Á Íslandi er tíðni sjálfsvíga meðal ungra karla mjög há eða að meðaltali um 19 karlar á hverja 100.000 karla árlega, sem er nokkuð hærra en meðaltal annars staðar á vesturlöndum. Athuga ber þó að tölurnar eru villandi, en mun færri en 19 ungir karlar fyrirfara sér árlega þar sem fjöldi ungra karla á Íslandi er um ferfalt lægri. Ungar íslenskar konur fyrirfara sér hins vegar síður en jafnöldrur þeirra á vesturlöndum eða um 2 stúlkur á hverjar 100.000 stúlkur árlega. Af þessum tölum sést að ungir íslenskir karlar eru margfalt líklegri til að falla fyrir eigin hendi en kvenkyns jafnaldrar þeirra.

Annar þáttur við sjálfsvíg á vesturlöndum er að þau koma oft í bylgjum. Árið 1991 varð sprenging í tíðni sjálfsvíga á Íslandi meðal ungs fólks, en það ár hafði verið mikil umræða um sjálfsvíg innan þess hóps.

Sjálfsvíg ungs fólks á Norðurlöndum eru yfirleitt fleiri en jafnaldra þeirra sunnar í álfunni. Því hafa rannsóknir manna að nokkru leyti beinst að árstíðabundnu þunglyndi sem mögulegum þætti í fjölda sjálfsvíga norðarlega í heiminum.

[breyta] Forvarnir, aðstoð og meðferð

Forvarnir gegn sjálfsvígum eru mjög víða stundaðar í heiminum. Á Íslandi eru það Landlæknir og ýmis samtök sem standa fyrir forvörnum gegn sjálfsvígum.

Einnig eru starfrækt víða í heiminum gjaldfrjáls símanúmer sem einstaklingar geta hringt inn allan sólarhringinn, líklegast alltaf nafnlaust, þar sem þeir geta rætt við þjálfað starfsfólk um vandamál sín, þar með talin sjálfsvígshugsanir og -atferli. Á Íslandi starfrækir Rauði Kross Íslands slíkt númer, 1717.

Meðferð við sjálfsvígshugsunum og -atferli felst í því að ráðast að upptökum þeirra hugsana sem veldur einstaklingnum kvöl og fá hann til að íhuga sjálfsvíg, en ekki er að ræða um beina meðferð við sjálfsvígshugsunum og/eða -atferli. Sem dæmi, ef þunglyndi er orsökin, er veitt meðferð við þunglyndi. Það að fá einstaklinga til að samþykkja meðferð getur hins vegar verið erfitt, sérstaklega hjá þeim sem hafa þjáðst af þunglyndi lengi, vonleysi um að það stoði nokkuð og að lífið sé tilgangslaust eru meðal algengra ástæðna. Ef ástand einstaklingsins er alvarlegt getur reynst nauðsynlegt að leggja hann inn á stofnun til að varna sjálfsvígi.

[breyta] Trúarleg viðhorf til sjálfsvíga

[breyta] Kristni

Samkvæmt kristni hefur Kristur frelsað manninn með blóði sínu og sú staðreynd merkir í raun að við erum eign guðs og því að það er sé ekki okkar að taka eigið líf. Kaþólsk trú leggur sérstaka áherslu á að það gangi gegn vilja guðs að taka eigið líf og því að það feli í sér mikla synd.

[breyta] Búddismi

Samkvæmt búddisma er hluti af því að lifa að þjást og sú þjáning á sér upphaf sitt í þrá. Því er það eitt meginmarkmið búddatrúarmanna að minnka þá þrá, og í kjölfarið þjáninguna. Þar sem búddistar trúa á endurfæðingu breytir það litlu fyrir manninn að taka eigið líf. Hann endurfæðist einfaldlega í öðrum líkama og þjáningin heldur áfram.

[breyta] Íslam

[breyta] Gyðingdómur

Í gyðingdómi er sjálfsvíg ein alvarlegasta synd sem maðurinn getur framið. Hins vegar er leyfilegt að taka sitt eigið líf ef ein af þremur ástæðum er fyrir hendi: Ef einhver neyðir mann til að drepa annan, neyðir mann til guðlasts eða neyðir mann til hórdóms eða sifjaspella.

[breyta] Norræn goðafræði

Í menningu norrænna manna léku örlögin stærsta hlutverkið hvað varðar hlutskipti manna í lífinu, trúarlega er því sjálfsmorð einstaklinga aðeins séð sem einn þáttur í framvindu örlagana. Í heiðnum fjölgyðistrúarbrögðum er dauðinn sjaldnast séður sem „tabú“ eða andstæður lífinu, líkt og í eingyðistrúarbrögðum (kristni, gyðingdóm og íslam) heldur er hann séður sem eðlilegur og mikilvægur hluti af því.

[breyta] Frægir einstaklingar sem hafa fyrirfarið sér

Fjölmargir af foringjum nasista frömdu sjálfsmorð á meðan Nürnbergréttarhöldin stóðu yfir, og sumir fyrr, en meðal þeirra voru:

[breyta] Frekari fróðleikur

[breyta] Tenglar

Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com