Stóra siðfræðin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóra siðfræðin (eða Magna Moralia á latínu) er ritverk sem er eignað Aristótelesi en sumir hafa efast um að sé ósvikið eða réttilega eignað honum. Eigi að síður hafa fræðimenn eins og J.L. Ackrill fært rök fyrir að verkið sé ósvikið. Þeir færa rök gegn því segja gjarnan að verkið hljóti að vera eftir einhvern náinn Aristótelesi, ef til vill eftir einhvern nemenda hans. Verkið er álitið einfaldara og óþroskaðra verk en Siðfræði Níkomakkosar sem er meginverk Aristótelesar um siðfræði.
[breyta] Tengt efni
- Aristóteles
- Siðfræði Evdæmosar
- Siðfræði Níkomakkosar