Sambandslögin
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sambandslögin voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Ísland var fullvalda og frjálst ríki í konungssambandi við Danmörku, þjóðirnar höfðu sama þjóðhöfðingja. Danir skyldu fara með utanríkismál Íslendinga í umboði þeirra og ríkisborgararéttur átti að vera gagnkvæmur milli ríkjanna. Auk þess voru ákvæði til bráðabirgða um að Danir sæju um landhelgisgæslu fyrir Íslendinga og hæstiréttur Danmerkur yrði æðsti dómstóll Íslendinga þar til þeir kysu að taka bæði málin í sínar hendur. Samninginn var hægt að endurskoða eftir 1940. Sambandslögin voru samþykkt með miklum meirihluta (90,9% greiddra atkvæða)í þjóðaratkvæðagreiðslu og tóku gildi 1918.
[breyta] Heimild
- „Skýrsla um þjóðaratkvæði“. Sótt 6. nóvember 2006.