Spjall:New York-borg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta ætti án vafa að vera tvær greinar, New York og New York borg. --Sindri 10:05, 4. maí 2005 (UTC)
- Nei, New York-borg. – Krun 31. okt. 2005 kl. 20:02 (UTC)
[breyta] Hverfi?
Væri ekki réttara að þýða boroughs sem borgarhluta en hverfi? Ég held það allavega, þar sem að þeim er svo skipt upp í neighborhoods, sem ég myndi a.m.k. frekar þýða sem hverfi. Þar að auki eru boroughsin svo stór að varla er hægt að kalla þetta hverfi, enda orðið borough sama orðið og borg! En ef það eru mótrök, eins og frá þeim sem upphaflega skrifaði greinina, vil ég endilega heyra þau... --Sterio 21:06, 4. maí 2005 (UTC)
- Ég held að þetta sé aðallega smekksatriði en það er held ég nokkuð til í því að orðið "hverfi" í íslensku sé fremur notað yfir eitthvað aðeins minna í sniðum en þessa stóru borgarhluta. --Bjarki Sigursveinsson 21:19, 4. maí 2005 (UTC)
- Ég styð borgarhluta! --Sindri 21:51, 4. maí 2005 (UTC)
- Ég segi borgarhluti... --Jóna Þórunn 23:49, 4. maí 2005 (UTC)
- Það var a.m.k. mælst til þess að ég notaði orðið borgarhverfi í greininni minni um Tókýó og þau eru síður minni en þau í New York þannig að ég segi borgarhverfi... --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:19, 5. maí 2005 (UTC)
- Ég er sammála því að borgarhluti er betra. Þegar ég skrifaði greinina vantaði mig einmitt betra orð fyrir borough en datt ekki neitt í hug sem mér fannst passa. Ég laga þetta, breyti þessu í borgarhluta fyrst allir virðast vera sammála. --Berglind 9:04, 5. maí 2005
Alveg er rétt að orðið borough er sama og orðið borg, enda voru þetta borgir, sem einhvern tímann sameinuðust New York borg í þeim tilgangi einum að skapa stærstu borg veraldar (þá). (Það hefur geysað sameiningarfaraldur víðar en á Íslandi). Það er líka rétt að orðið hverfi gefur kannski til kynna fullsmáa einingu til að geta átt við um Queens, Bronx o.s.frv. En..... Það er samt alveg ótækt að tala um "borgarhluta borgar" og verða menn að bera eitthvað betra á borð en það, finnst mér. --Moi 19:19, 5. maí 2005 (UTC)
- Því er ég reyndar alveg sammála, en það er, held ég, aðallega vandamál með orðalag, ekki orðið sjálft. Mér dettur ekki neitt annað orð í hug, en ef þér dettur eitthvað í hug, þá endinlega komdu með það! Í stað þess að tala um borgarhluta borgarinnar, má segja hluti New York borgar eða borgarhluti New York. Þetta segir nákvæmlega það sama og íslenskan er svo skemmtileg, að þó þú segir hluti borgar, vita allir að átt er við borgarhluta. Held ég allavega... --Sterio 20:21, 5. maí 2005 (UTC)
- Rétt hjá þér. En við tvítökum ekki orðið borgar. Við segjum ekki "borgarhluti borgar". Þetta er ótækt orðalag, ég var ekkert að hafa á móti orðinu. Sá sem svona talar myndi þá væntanlega tala um vélarhluta vélar og líkamshluta líkamans svo að dæmi séu tekin. Það finnst flestu fólki ekki eðlilegt mál. --Moi 21:19, 5. maí 2005 (UTC)
[breyta] Empire States Building
Myndin getur ekki verið tekin frá Empire States byggingunni, því að hún blasir við fyrir miðri mynd. Líklega er þessi mynd tekin úr þyrlu. Þessi villa er líka á ensku Wikipediu. Rétt er að skoða myndir á ensku Wp. undir Empire States Building, þar er mynd tekin til norðurs eða norðausturs frá ESB. Einnig myndir af byggingunni sjálfri, sem eru góðar til samanburðar ef einhver er í vafa. --Moi 21:19, 5. maí 2005 (UTC)
- Þetta er ekki Empire State byggingin sem þarna sést fyrir miðri mynd þó hún sé lík henni í laginu, Empire State rís töluvert mikið hærra uppúr umhverfinu heldur en þessi. --Bjarki Sigursveinsson 01:30, 29. maí 2005 (UTC)
- Eins og sjá má á þessari mynd er empire state byggingin töluvert einangruð og áberandi. Hún er lengst til hægri. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Gakera (spjall) · framlög
- Ég sé ekki hvar Empire State byggingin er á þessari mynd. Hins vegar sést Metlife byggingin á myndinni og hún sést einmitt frá Empire State byggingunni á svipuðum stað. Ég held að myndin sé tekin úr Empire State. Það kemur líka heim og saman við panorama myndina á ensku síðunni um Empire State bygginguna — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Cessator (spjall) · framlög