Ebooks, Audobooks and Classical Music from Liber Liber
a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z





Web - Amazon

We provide Linux to the World


We support WINRAR [What is this] - [Download .exe file(s) for Windows]

CLASSICISTRANIERI HOME PAGE - YOUTUBE CHANNEL
SITEMAP
Audiobooks by Valerio Di Stefano: Single Download - Complete Download [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Alphabetical Download  [TAR] [WIM] [ZIP] [RAR] - Download Instructions

Make a donation: IBAN: IT36M0708677020000000008016 - BIC/SWIFT:  ICRAITRRU60 - VALERIO DI STEFANO or
Privacy Policy Cookie Policy Terms and Conditions
Notandaspjall:Cessator - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Notandaspjall:Cessator

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnisyfirlit

[breyta] Blessaður

Blessaður! Þekki stílinn þinn :) --Heiða María 20. sep. 2005 kl. 16:20 (UTC)

Og hvaða stíll er það? --Cessator 20. sep. 2005 kl. 17:07 (UTC)

Ítarlegur með ýmsum tilvísunum í Díogenes Laertíos ;) --Heiða María 20. sep. 2005 kl. 17:15 (UTC)
Kannski í bland við nöldur og suð um Ritun grískra og latneskra nafna á íslensku? Er það ekki stíll sem einkennir marga? :) --Cessator 20. sep. 2005 kl. 17:22 (UTC)
Það varð nú bara til þess að ég varð alveg viss! :D

[breyta] Barnstars (WikiVerðlaun?)

Svarið við öllu hlýtur Cessator fyrir afbragðs heimspeki greinar!
Enlarge
Svarið við öllu hlýtur Cessator fyrir afbragðs heimspeki greinar!
Ooh 42, þetta mun alveg redda mér í prófavikunni ;) Baldur Blöndal 21:25, 7 nóvember 2006 (UTC)
Vonum það :) --Cessator 21:27, 7 nóvember 2006 (UTC)

[breyta] Þú ert orðin stjórnandi

Sæll, þú ert orðin stjórnandi, það bætast við hjá þér nokkrir fídusar, þú getur eytt síðum og bannað notendur sem haga sér ýtrekað illa. Endilega skráðu þig svo á stjórnenda listan. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. nóv. 2005 kl. 21:18 (UTC)

Þakka þér, skal gera það. --Cessator 3. nóvember 2005 kl. 23:10 (UTC)

[breyta] Problems of philosophy

Sæll, er einhver búin að þýða þessa bók á íslensku (og hver þá)? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. nóv. 2005 kl. 12:58 (UTC)

Nei, ekki enn þá. Það stóð einu sinni til fyrir langa löngu en var hætt við það. Svo minnir mig að ég hafi heyrt af öðrum þýðanda sem var að vinna að þýðingu á þessari bók en ekkert hefur orðið úr því enn þá. Ef eitthvað verður úr þeirri þýðingu er nær öruggt að hún yrði gefin út sem Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags og þá ætti að vera hægt að finna hana í þeirri ritröð. --Cessator 6. nóvember 2005 kl. 02:09 (UTC)

[breyta] Hellenísk fornaldarríki

Mig langaði til að spyrja þig um hvaða rithátt þér líst best á fyrir hellenísku ríkin sem eru kölluð Selevkídaríki og Ptolemearíki í Mannkynssögu AB (sem er fremur óáreiðanleg í þessu tilliti sýnist mér)? --Akigka 10. nóv. 2005 kl. 21:17 (UTC)

Já, það hefur verið hálfgerð ringulreið varðandi meðferð fornra nafna á íslensku. Mér líst vel á „Selevkídaríkið“ og svo sem „Ptolemearíkið“ líka, svo lengi sem menn gleyma ekki að Ptolemear þessir eru kenndir við Ptolemajos en ekki Ptolemeus. --Cessator 10. nóv. 2005 kl. 21:46 (UTC)
Hvað þá um að kalla þetta Ptolemajaríkið? Ég hef alltaf verið í vandræðum með þessi nöfn á íslensku, einmitt vegna þess að þetta virðist hafa verið á nokkru reiki, og Ptolemajaríkið er þó alla vega í samræmi við gríska ritháttinn á nafninu eða hvað? --Akigka 10. nóv. 2005 kl. 21:57 (UTC)
Jújú, Ptolemajaríkið er stórfínt og í raun kysi ég það heldur. --Cessator 11. nóv. 2005 kl. 05:03 (UTC)

[breyta] Snúningur

Þú ert þrjóskari. Njóttu. --Stalfur 11. nóv. 2005 kl. 21:38 (UTC)

Þakka þér. Annars var ég ekki í þrjóskukeppni, held bara að við eigum að hafa það sem sannara reynist. Sbr. t.d. þetta (sjá gr. 57) um ritun sagnanna „gróa“, „róa“, „snúa“ og „núa“ í Ritreglum sem Íslensk málstöð birtir og eru í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/1974, 133/1974, 184/1974 og 261/1977. Í þátíð ri-sagnanna svonefndu er ritað e en ekki é, enda þótt Orðabók Háskólans gefi upp rithátt með é og segi að hann sé einkum talmál.
Það er alveg rétt hjá Cessator að það er skrifa sneri. Mér finnst það samt ógeðslega ljótt. --Heiða María 11. nóv. 2005 kl. 22:38 (UTC)
Mér finnst nú hitt enn ljótara--Cessator 11. nóv. 2005 kl. 22:41 (UTC)
Mér finnst þetta frekar kauðslegt. Þú varst ekki að leiðrétta villu, þetta er viðurkenndur ritháttur í Orðabók Háskólans og Orðabók Máls og menningar og að auki hef ég notað þetta þau 25 ár sem ég hef verið skrifandi og aldrei fengið bágt fyrir, hvorki í grunnskóla, menntaskóla né háskóla. Þetta er jafngilt, skv. Google er hlutfallið 2:1 sneri í vil á vefsíðum þannig að þetta er klárlega í notkun eins og ég hef kynnst mína hunds- og kattartíð.
Ef þú hefðir verið að leiðrétta villu þá myndi ég að sjálfsögðu beygja mig undir það en gef lítið fyrir þjónkun við skriffinna, tungumál eru lifandi fyrirbæri og íslenskan er hreinust þegar talmál og ritmál fara saman, ég bíð spenntur eftir að heyra einhvern segja „sneri“ með einföldu e framburði. Það væru kannski norðanmenn sem væru líklegastir til þess?
Ég er á því að þetta var óþörf og röng breyting á greininni en að fara í edit-war er enn barnalegra en að viðurkenna ekki mismunandi rithætti. Sjálfur er ég vanur „skrítið“ en ekki „skrýtið“ en fer þó ekki hamförum að „leiðrétta“ það. --Stalfur 12. nóv. 2005 kl. 00:03 (UTC)
Ég lít svo á að ég hafi verið að leiðrétta villu. Auglýstar stafsetningarreglur frá menntamálaráðuneytinu er sú stafsetning sem ber að kenna í skólum; þar er hvergi minnst á annan rithátt en þann sem ég lærði upp úr Birni Guðfinnssyni í barnaskóla og lærði að væri réttur í menntaskóla. Orðabók Háskólans sýnir annan rithátt en gerir greinarmun á ritmáli og framburði (orðið „einkum“ hjá þeim raskar ró minni ekki neitt í ljósi þess sem þegar er komið fram). Google er enginn mælikvarði á eitt eða neitt. Þaðer rétt að tungumál eru lifandi fyrirbæri en íslensk stafsetning miðast bara ekki við framburð heldur uppruna orðanna. Hreinleiki hennar hefur ekkert að gera með það að talmál og ritmál fari saman. Það er líka rétt eins og þú bendir á að stundum leyfist ólíkur ritháttur, sbr. peysa/peisa, tagi/tæi, dygð/dyggð og það á ekki að leiðrétta það alls staðar (þótt fara megi fram á samkvæmni innan einnar og sömu greinarinnar); en eins og þegar er komið fram lít ég ekki á þetta sem slíkt tilfelli, sbr. (aftur) þetta. --Cessator 12. nóvember 2005 kl. 00:58 (UTC)
Ég verð nú bara að koma því að að stafsetning miðast ekki aðeins við uppruna orðanna (sem getur verið óviss) heldur líka almennt viðtekna ritvenju. Og í því sambandi getur Google reyndar oft verið ágætis mælikvarði til að skera úr um það hvaða orðanotkun er almennari. Það er held ég fátt sem getur komið í veg fyrir að málið breytist í tímans rás sbr. síaukna notkun forsetningarliða í stað falla og það á að mínu viti jafnt við um sneri/snéri, ef svo væri komið á annað borð. Reglur ráðuneytisins hafa vissulega mikil áhrif á það hvernig við lærum að skrifa, en þær eru ekki guð almáttugur. --Akigka 12. nóv. 2005 kl. 01:13 (UTC)
Já, uppruni orðanna getur verið óviss (sbr. rithættina tagi/tæi),en almenna reglan er samt sú að miða rithátt við uppruna; hvernig skýrum við annars að viðtengingarháttur þátíðar af sögninni að finna er „fyndi“ en ekki „finndi“ ef ekki með því að þessi orðmynd á uppruna sinn í þriðju kennimynd sagnarinnar, „fundum“? Allar gömlu reglurnar um z miðuðust líka við uppruna orðmynda. Nú er ekki lengur notuð z, en það eru sömu viðhörf sem móta reglur okkar um stafsetningu málsins. Þessar reglur - og án þeirra myndi ringulreið ríkja um ritun íslenskunnar (og varla væri það líklegt til þess að halda lífi í henni) - miðast almennt ekki við framburð. Google getur gefið vísbendingu um hvað sé algengt og hvað ekki meðal þeirra sem skrifa á netið; en Google er ekki mælikvarði á neitt. Ef þú leitar að einhverjum rithætti og kemst að því að hann sé algengur, hvort segir það okkur þá að rithátturinn sé jafngildur eða að kunnátta þeirra sem skrifa á netið í stafsetningu sé almennt bág? Sjálf niðurstaðan sem Google gefur þér sker ekki úr um það (heldur er það túlkun þín á niðurstöðunni) og þess vegna getur Google ekki verið mælikvarði í þessum skilningi. --Cessator 12. nóv. 2005 kl. 01:26 (UTC)
Tja. Kunnátta þeirra sem skrifa í tilteknu máli getur vissulega verið bág, svo þá er bara eftir að lýsa því hvaða mál það er sem þeir þá skrifa (sting hér upp á nýslensku). Það viðhorf að láta uppruna ráða er (líkt og hugmyndin um gagnsæi og fleiri slíkar um það hvernig tungumálið ætti að vera) sjálft sögulegt og er auðvitað breytingum háð. Google er auðvitað ekki óyggjandi mælikvarði á neitt, heldur getur gefið ágætis vísbendingu um það "hvað er í gangi", sérstaklega á Íslandi þar sem yfir 80% íbúa hafa aðgang að Internetinu. Að sjálfsögðu verða breytingar á þessu og væntanlega munu reglur menntamálaráðuneytisins (eða hvaða annars apparats sem mun hafa stöðlun tungumálsins með höndum í framtíðinni) endurspegla þær breytingar. --Akigka 12. nóv. 2005 kl. 01:40 (UTC)
Gott og vel, en eiga þetta að vera rök fyrir „anything goes“ viðhorfi? Í framtíðinni verður sennilega allt öðruvísi en það er núna; en við erum uppi núna og förum eftir þeim reglum sem gilda núna. Eða kannski ég spyrji bara: Finnst notendum almennt óeðlilegt eða óþarft að ætlast til þess að stafsetning greina á Wikipedia miðist almennt við lögboðna stafsetningu (sem vel að merkja leyfir oft ólíka rithætti, en þó ekki í þessu tilviki)? Er hún ekki eðlilegasti og hlutlausasti mælikvarðinn sem hægt er að velja alfræðiriti sem skrifað er af mörgum? --Cessator 12. nóvember 2005 kl. 01:49 (UTC)
Nei, auðvitað ekki, því þá er stutt í að við hættum að skilja hvert annað. En mér finnst almennt að köld vísun í slíkar reglur og þar með flöt höfnun rökræðna um tiltekna rithætti eilítið fasísk - svona eins og segja að "íslenska er það mál sem lýst er af Birni Guðfinnssyni - punktur". Mér finnst allt í lagi og ástæða til að færa rök fyrir því af hverju ætti ekki að skrifa sneri með é-i, þótt það sé vissulega athugunarefni á hvaða stigi við erum farin að rökræða tóma vitleysu. Viðmiðunarreglur eins og í umritun grískra og latneskra nafna á íslensku eru mjög hjálplegar og ég kýs sjálfur alltaf að fylgja þeim nema þegar ég þykist hafa betri rök fyrir öðru, en þá finnst mér líka ég eigi að fá tækifæri til að rökræða það. --Akigka 12. nóv. 2005 kl. 02:04 (UTC)
Gott og vel. En finnst þér alfræðirit á netinu, skrifað af lesendum þess, vera rétti vettvangurinn til að ræða hvort lögboðin stafsetning sé eða sé ekki eðlileg og réttmæt; og rétti vettvangurinn til þess að breyta henni? Ég giska á að þú fallist á það með mér að svo sé ekki. Því afleiðingin væri þá sú að ef við sjáum ekki ástæðu þess að einhver regla hafi verið sett, þá bara hættum við að fylgja henni og byrjum bara að skrifa hvert og eitt eins og okkur dettur í hug. Ég er ekki að halda því fram að þessar blessuðu reglur séu svo heilagar að þær geti ekki verið öðruvísi. En svona eru þær núna og mér finnst eðlilegast að fara eftir þeim. Hvernig ættum við annars að skera úr um hvaða sérviska eigi að líðast hérna og hvaða sérviska eigi ekki að líðast?
Sjálfar reglurnar sem lýst er í umritun grískra og latneskra nafna á íslensku eru ekki svo strangar, enda er opið fyrir að hefðin hafi mikið að segja um meðferð nafna (sbr. Hómer, Esóp, Virgil, Eneas). Það er hins vegar ég persónulega sem er fremur ósveigjanlegur í beitingu þeirra; til þess að forðast ringulreiðina og ósköpin sem enskurinn á t.d.við að glíma vil ég helst ekki viðurkenna neina hefð sem er ekki svo sterk að ég geti ekki útrýmt henni. Og þorra almennings er örugglega alveg sama hvað fornmenn heita á íslensku. En þetta er allt annað tóbak! --Cessator 12. nóv. 2005 kl. 02:23 (UTC)
Tja, það er jú einn punktur í þessu sem er almennt séð ekki réttur að mínu mati. Við skrifum nefnilega aldrei, né tölum, eins og okkur sýnist hverju og einu, heldur eins og haft er fyrir okkur af öllum þeim texta og mæltu máli sem við lesum og heyrum frá barnæsku. Hvað sem lögboðnum reglum líður, þá hafa hlutir eins og að skrifa sneri með é-i tilhneigingu til að gerast af því að nógu fjári mörgum þykir það eðlilegra, og eðli tungumálsins er einmitt að enginn má við margnum. Ef við ætlum að skiljast verðum við gjöra svo vel að tala og skrifa þannig að (öllum hinum) skiljist. Það sem ég get fallist á er að við breytum ekki almennt viðtekinni venju við að stafsetja orðin hér á Wikipediu - þótt við getum reynt, ef mjög góð ástæða er til þess. Ég get ekki fallist á að fleiri valkostir við stafsetningu tiltekinna orða séu ruglingur og ringulreið, enda eiga þeir sér yfirleitt einhverja mjög góða ástæðu eins og t.d. ríka hefð í málinu.
Annars verð ég nú að játa að frjálslyndi af þessu tagi er hreint ekki einkennandi fyrir þær rökræður um orðanotkun sem ég hef sjálfur átt upptökin að hér. Hef t.d. verið að agnúast út í þessa hvimleiðu tilhneigingu til að slíta sundur samsett orð, og vildi helst ryðja öllum þessum "samanstendur af" út í hafsauga - en góður stíll og samhengi í texta er svo enn eitt. Ég held að svona umræður hljóti að koma upp með reglulegu millibili hér á Wikipediu, hvort sem ástæða kunni að vera til þess þá eða ekki og það er líka besta mál. Mér hefur sjálfum fundist þetta vera eitt það helsta gagn sem íslenskt alfræðirit getur gert - að koma góðri og gegnri íslenskri hugtakanotkun á tilteknum þekkingarsviðum á framfæri á Netinu. --Akigka 12. nóv. 2005 kl. 02:44 (UTC)
Við erum örugglega meira sammála en ósammála, að minnsta kosti í grundvallaratriðum. Við verðum auðvitað að skrifa þannig að aðrir skilji okkur, en besta leiðin til þess er einmitt að halda sig við lögboðna stafsetningu sem við lærum öll í skóla. Og þegar ólíkir rithættir eiga sér „ríka hefð í málinu“, þá eru þeir yfirleitt viðurkenndir af réttritunarreglunum sem gilda og eru kenndar og þá er þá yfirleitt að finna í stafsetningarorðabókum. Ég er ekki að halda því fram að það eitt að fleiri rithættir séu til leiði til ringulreiðar, heldur það að hætta smám saman að fylgja reglunum sem við höfum komið okkur saman um; þær geta auðvitað breyst, en það er ekki okkar að breyta þeim með því að hætta að fara eftir þeim af því að okkur persónulega finnst eitthvað eðlilegra eða við höldum að það sé að verða algengara (t.d. af því að við flettum rithættinum upp í Google). --Cessator 12. nóv. 2005 kl. 03:00 (UTC)
Nei, það er rétt, við breytum engum reglum með einhverri sérvisku (nema auðvitað ef við vinnum hjá menntamálaráðuneytinu við að semja lögboðnar reglur um stafsetningu, sem er alls ekki eins galið og það hljómar). Ég held ég hafi almennt þá afstöðu að hefðin ætti að hafa forgang fram yfir regluverkið þar sem þetta tvennt rekst á af því ég hef alltaf álitið að regluverkið sé lýsing málfræðinga á þeim hlutum sem eru kerfislegir í tungumálinu, en ekki náttúrulögmál sem stýrir því hver íslenskan er. Ég var t.d. mörg ár að sérviskast við að skrifa mexíkanskur í staðinn fyrir mexíkóskur af því að það var sá ritháttur sem ég hafði einhvern tíma tileinkað mér og taldi góðan og gildan - svo á því sést að afstaða mín markast af biturri persónulegri reynslu ... :'/ --Akigka 12. nóv. 2005 kl. 03:18 (UTC)
Google var aldrei málið, það var bara notað til að sýna fram á að þessi orðabókarviðurkenndi ritháttur er í daglegri notkun hjá fleirum en bara sjálfum mér. Það er ekki það sama að hvetja til þes av aljir skrvi uns ok teir vilja að nota viðurkenndan rithátt. Þú getur ekki bent á reglu úr ráðuneyti þegar orðabækur, og fleiri en ein, viðurkenna ritháttinn og greina frá honum. Þú snýrð þessu upp í að Google sé ekki dómarinn (sem það er ekki) en hoppar svo í sæti dómsmálaráðuneytisins sem er þvert gegn núverandi orðanotkun hvort sem er meðal almennings eða í orðabókum! --Stalfur 12. nóv. 2005 kl. 04:53 (UTC)
Nei nei, ég er ekki að snúa þessu upp í að Google sé ekki mælikvarði, ég er bara að benda á það, fyrst minnst var á Google. Þetta er ekki árás á þig og þína persónu. Þú ert sjálfur búinn að breyta þessum texta jafnoft og ég, en það eru bara ekki allir á sama máli og þú og ég tel að lögboðin stafsetning sé prýðilegur mælikvarði hvað teljist rétt stafsetning. Eða finnst þér ekki eðlilegt að fara eftir henni? Þeirri stafsetningu sem er kennd í skólum landsins? Þú hefur getað bent mér á eina orðabók, þ.e. beygingarlýsingu Orðabókar Háskólans, sem getur um „snéri“ en þar er jafnframt gerður greinarmunur á ritmynd og framburðarmynd og það er óljóst hversu mikið eða lítið á að lesa inn í orðið „einkum“´. Í ljósi þess og þeirrar staðreyndar að lögboðin stafsetning viðurkennir ekki ritháttinn, þá er dæmið ekki sannfærandi. Kannski er þetta líkta til í fleiri orðabókum núorðið, eins og „íslenska“ orðið „sjit“, aldrei að vita; en ætli þetta sé til í nýlegum stafsetningarorðabókum? --Cessator 12. nóv. 2005 kl. 16:19 (UTC)
Já, hér hefur nokkrum hitnað í hamsi. Þar sem ég átti upphafið að þessum ósköpum með því að breyta fyrsta é í e, þykir mér rétt að leggja orð í belg. Ég hef fylgst með þessum umræðum líkt og úr launsátri fram að þessu. Eitt er það í öllu þessu sem ég gleðst yfir og það er sú fullvissa mín, að allir sem hér hafa tekið til máls, bera virðingu fyrir íslensku máli og vanda sig við það sem þeir skrifa. Ég hef til dæmis ekki rekist á eina einustu stafsetningarvillu hér í öllum þessum „snúningi“ og verður það að teljast með ólíkindum. Ég er almennt séð íhaldssamur á málið og stafsetninguna, þó ekki eins og Mogginn, sem í 30 ár eða meira neitaði að taka upp z þegar hún var innleidd í íslenska stafsetningu og hefur nú í rúm 30 ár eftir að hún var felld út aftur reynt að viðhalda henni, þó að vandséð sé hversu mörgum þeir hafa á að skipa á því ágæta blaði, sem ráða við z-reglurnar gömlu. En hvað varðar é/e í ritun þátíðar ri-sagnanna, þá held ég að öruggt sé, að allir íslenskukennarar kenni þátíðina með e. Það hins vegar breytir ekki því að mikill fjöldi fólks ritar hana með é og telur sig aldrei hafa heyrt eða séð hitt, þó svo að það sé alls ekki rétt. Ég hef einhvern tímann sagt og vil endurtaka það hér, að þó svo að mál séu lifandi og eðlilegt að þau breytist í tímans rás, þá er óæskilegt að slíkar breytingar gerist með þeim hraða, að fólk almennt geti ekki með góðum vilja skilið afa sína og ömmur. Hins vegar er vandséð hvort þessi athugasemd mín kemur nokkuð við málinu um é/e, sem þetta allt hófst á. --Mói 12. nóv. 2005 kl. 17:08 (UTC)
Nei Cessator, ég nefndi tvær orðabækur, hin var Íslensk orðabók:fyrir skóla og skrifstofur frá Máli og menningu 1997, í ritjstórn Árna Böðvarssonar (hvað ætli hann viti svo sem um íslensku...). Hvað ráðuneytistilskipanir varðar þá voru það snillingarnir þar sem gáfu út mannanafnaskrá þar sem vantaði til að mynda Friðrik og Sophus sem þýddi að þáverandi fjármálaráðherra var ólöglega nefndur. Þessu var breytt seinna. Ég er enn svekktur yfir því að vaðið sé svona yfir fullkomlega gilda íslensku og að svo sé verið að væna mann um vitleysisgang með því að segja að „það sé alls ekki rétt“ eins og Mói nefnir þarna. Íslenskan er ekki reglulegt mál eins og esperanto, það er mýgrútur af beygingarmyndum fyrir svipuð orð, þúa - þéra, snúa - snéri, búa - bjó og svo mætti áfram telja. Þessar afleiddu beygingar eru afleiðing þróunar málsins. Að kasta fram bombu eins og að þetta sé liður í því að gera tungumál okkar illskiljanlegt barnabörnunum er vitavonlaus rökstuðningur þegar verið er að tala um mismunandi rithátt sama orðs, nokkuð sem er viðurkennt í íslensku og er að finna í íslenskum orðabókum. --Stalfur 13. nóv. 2005 kl. 11:53 (UTC)
Stalfur, ég bið þig vinsamlegast um að rangtúlka ekki orð mín. Ef þú lest það sem ég skrifaði, þá stendur þar „mikill fjöldi fólks ritar hana með é og telur sig aldrei hafa heyrt eða séð hitt, þó svo að það sé alls ekki rétt“. Hér er því ekki haldið fram að ekki sé rétt að skrifa é í þátíð sagnarinnar. Því er hins vegar haldið fram að það sé ekki rétt að fólk hafi aldrei séð eða heyrt að skrifa beri þátíðina með e. Það er kennt þannig í öllum skólum, segja mér íslenskufræðingar, sem starfa við kennslu. Ég trúi þeim bara.--Mói 13. nóv. 2005 kl. 13:08 (UTC)

þetta er orðið svo mjótt að ég víkka aftur út!, eftirfarandi er framhald af öllum inndrættinum að ofan Það eru 24 ár síðan ég hóf grunnskólanám þannig að eitthvað hefur getað breyst síðan þá ;)
Annars hefur mér sýnst að íslenskukennarar hafi sína eigin dynti eins og aðrir kennarar, sumir leggja meiri áherslu á sumt en annað og ég man enn þegar það var barið í mig að "ske" væri danska og ætti ekki að nota. Svo var annað sem var barið svo fast í hausinn að það er svo djúpt á því núna að ég man það ekki en það var eitthvað álíka. Í öllum kennslugreinum koma fram tískusveiflur, konan mín er kennari og margir ættingjar hennar og vinir og maður verður því var við að kennsla er ekki eins einsleit eins og flestir myndu halda, það eru mismunandi straumar og stefnur innan hennar sem kennarar fylgja og þó að tilskipun frá fræðslunefnd eða menntamálaráðuneyti segi eitt eða annað, þá er raunveruleikinn allt annar því að kennarar hafa takmarkaðan tíma og mjög takmarkaða aðstöðu, nokkuð sem yfirvöldin líta framhjá við samningu áætlana og markmiða.
Ég er annars ekki hörundsár yfir þessu en finnst bara varhugavert að við séum að hunsa orðabækur og búa til okkar eigin viðmið yfir hvernig á að rita orðin. --Stalfur 13. nóv. 2005 kl. 13:20 (UTC)

Ég held að það sé ekki hægt að kalla þá stafsetningu sem ber að kenna í skólum okkar eigin viðmið sem við höfum búið til. Og ég held að takmörkuðum tíma og takmarkaðri aðstöðu kennara verði ekki kennt um ef þeir kenna ekki þá stafsetningu sem þeim ber að kenna. Þetta hefur ekkert með tískusveiflur að gera, reglurnar eru mjög skýrar. --Cessator 13. nóv. 2005 kl. 16:55 (UTC)

[breyta] Útdráttur á flokkum

Hæ, þegar þú ert að gera flokka eins og fyrir þekkingarfræði getur þú í stað þess að afrita innganginn handvirkt á flokkinn notað <onlyinclude> [1] á greininni og {{Útdráttur}} á flokknum [2], þá þarf ekki að halda textanum á flokknum við þar sem hann uppfærir sig sjálfur þegar greininni er breytt.

Þar að auki þegar þú ert að gera grein um efni og setur hann í flokkin efni notaðu flokkaröðun svona: [[Flokkur:Efni| ]], þá kemur greinin um efnið efst í flokknum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. nóv. 2005 kl. 18:42 (UTC)

Skal gert :) --Cessator 12. nóv. 2005 kl. 18:52 (UTC)
Það þarf líka að gera þetta í þessari röð, þ.e. fyrst breyta greininni og svo flokknum, annars gerast funky hlutir. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. nóv. 2005 kl. 19:12 (UTC)

[breyta] Að raða fólki eftir kenninöfnum sínum

Varðandi nýlegar breytingar þínar (t.d. hér og hér) finnst mér að við ættum að raða fólki eftir eiginnöfnum sínum (þ.e. að sleppa því að nota handvirka röðun) í stað þess að raða því eftir kenninöfnum sinum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17. nóv. 2005 kl. 06:24 (UTC)

Finnst þér ekki undarlegt að leita að Bertrand Russell undir B og John L. Austin undir J? Væri ekki sniðugara að raða Íslendingum eftir eiginnafni og útlendingum eftir kenninafni eins og almennt tíðkast að gera (sbr. t.d. Gegni, heimildaskrár o.s.frv.)? --Cessator 17. nóv. 2005 kl. 18:12 (UTC)

[breyta] Rökvillur

Værirðu nokkuð til að kíkja á viðbætur mínar við rökvillur og lagfæra e.t.v. ef þarf? --Heiða María 9. mars 2006 kl. 14:22 (UTC)

Mér sýnist þetta allt saman vera eins og það á að vera. Ég skildi að vísu ekki alveg hringavitleysudæmið :/ Ég veit að það eru til fleiri íslensk nöfn á sumum villunum en ég hef því miður ekki íslensku rökfræðibókina mína hjá mér, þannig að það verður einhver annar að bera saman íslensku heitin í henni og þau sem eru hérna og bæta við eftir þörfum. --Cessator 9. mars 2006 kl. 15:28 (UTC)
Nei, þetta dæmi er heldur líklega ekki kórrétt, það má gjarnan koma með annað betra. Sum nöfnin eru svo bara upp úr mér sjálfri (eins og hringavitleysa) en ef til eru þýðingar má alveg endilega bæta þeim við. --Heiða María 9. mars 2006 kl. 16:18 (UTC)

[breyta] Varðandi Willy on Wheels

Sæll Cessator! Sá að þú bauðst Willy on Wheels! velkominn, en ég bannaði hann til eilífðarnóns vegna þess að hann er þekktur skemmdarvargur. --Jóna Þórunn 15. maí 2006 kl. 18:29 (UTC)

Já ég sá það. Ég veit ekkert hver þetta er, býð bara alla velkomna. En ég var ekki fyrr búinn að því í þetta sinn áður en hann fór að skemma eitthvað þannig að ef þú hefðir ekki bannað hann, þá hefði ég gert það. --Cessator 15. maí 2006 kl. 18:44 (UTC)
Flott er. --Jóna Þórunn 15. maí 2006 kl. 20:45 (UTC)

[breyta] Katowice

Hello. I'm wikipedia redactor from Poland. I'm trying to get article about en:Katowice in all possible languages. There is almost 60 langauage version. Could You help me translate into IS wiki version. There is a source in English. Just a few sentences. Please help.

Best Regards StimorollTalk

P.S. If You do that, please put interwiki link into english version.

[breyta] Hlutleysi - útför

Sæll "Cessator".

Viltu gefa mér leiðbeiningar um hvar og á hvaða hátt það virðist hall á hlutleysi í grein minni um útfarir? "Almenn grein en miðast samt við Ísland" hvað þýðir það raun?

Þú átt kannski við að ég ætti að skrifa þetta undir heitinu íslensk útför?

Bestu kveðjur,

Srunarsson 6. júní 2006 kl. 13:34 (UTC)

Sæll. Nei, ég á ekki við að það ætti að vera til grein um íslenskar útfarir sérstaklega. Ég held að það sé ekki þörf á slíkri grein og það ætti miklu frekar bara að vera grein um útfarir almennt. En slík almenn grein um útfarir ætti ekki að byrja á orðunum „Þar sem að það búa um 300.000 manns á Íslandi ...“ segja síðan hver fjöldi dauðsfalla á Íslandi er og í kjölfarið hver fjöldi útfara á Stór-Reykjarvíkursvæðinu er. Af hverju ætti grein um útfarir að taka það fram frekar en t.d. fjölda útfara í New York eða í Chicago, París eða Róm? Sömuleiðis finnst mér undarlegt að það sé sérstakur kafli um félag íslenskra útfararstjóra. Ég spyr aftur af hverju í ósköpunum kafli um það félag frekar en félag útfararstjóra í Osló eða Helsinki. Það ætti frekar að vera til sérstök grein um þetta tiltekna félag. Ég veit að það kann að virðast skrítið að skella hlutleysismerkingu á greinina en það hefur venjulega verið gert þegar greinar sem ekki ættu að miðast sérstaklega við Ísland gera það samt. --Cessator 6. júní 2006 kl. 14:22 (UTC)

[breyta] Skemmdarverk

Þetta eru nú meiri vitleysingarnir þessir skemmdarvargar. Takk fyrir að afturtaka allt. Ég lengdi síðan bannið, svona fólk virðist ekki eiga mikla samleið með Wikipedia hvort eð er. --Jóna Þórunn 31. júlí 2006 kl. 14:40 (UTC)

Já, þetta er nú meiri bjáninn. Ég skil bara ekki hvað fólk heldur að það sé að gera. Það tók mig styttri tíma að taka aftur allar breytingarnar heldur en það tók hann að gera þetta. Hvers vegna nennir fólk að standa í þessu? --Cessator 31. júlí 2006 kl. 17:03 (UTC)
Veistu, ég fatta ekki heldur hvernig fólk nennir að standa í þessu. Mér finnst miklu auðveldara að hjálpa heldur en að standa í veginum fyrir svona verkefnum. Þetta virtist samt ekkert endilega vera random, heldur réðst hann m.a. á notendaspjöll okkar sem stundum þetta mikið. Æ, þetta er allavega búið og gert. --Jóna Þórunn 31. júlí 2006 kl. 23:05 (UTC)
Held samt að ip talan tilheyri einhverjum í Finnlandi. Kannski var þetta bara random. En það skiptir engu. --Cessator 31. júlí 2006 kl. 23:28 (UTC)

[breyta]

geturu komið á msn when you get a chance, ég er með spuringum um kasaksku grein minn :) takk

[breyta] Greetings from Turkey

Hello, this is Bahar from the Turkish Wikipedia. If you don't mind, I was going to ask you something. A Turkish user 'Tembelejderha' (lazy dragon) is asking what his user name is in other languages. If you can write its' Islandic to my talk page, that would be great. Thank-you very much. Bahar (means spring in Turkish)

[breyta] wikibækur sysop

hey, tjekk út spjallið þitt á wikibækur :) tala við þig seinna


hver ræður hver að fá sysop? --Ice201 17:12, 24 september 2006 (UTC)

Ég og Stalfur erum með réttindi til að búa til stjórnendur (sysops). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:06, 24 september 2006 (UTC)
Gerði hann að sysop rétt áðan. --Stalfur 18:09, 24 september 2006 (UTC)


[breyta] Fornfræðistubbur

Sæll. Gætirðu fundið viðeigandi mynd í fornfræðistubbinn? Þeirri fyrri var eytt af Commons. --Jóna Þórunn 22:18, 3 desember 2006 (UTC)

Já, ég skal gera það. Takk fyrir ábendinguna :) --Cessator 22:52, 3 desember 2006 (UTC)
Our "Network":

Project Gutenberg
https://gutenberg.classicistranieri.com

Encyclopaedia Britannica 1911
https://encyclopaediabritannica.classicistranieri.com

Librivox Audiobooks
https://librivox.classicistranieri.com

Linux Distributions
https://old.classicistranieri.com

Magnatune (MP3 Music)
https://magnatune.classicistranieri.com

Static Wikipedia (June 2008)
https://wikipedia.classicistranieri.com

Static Wikipedia (March 2008)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com/mar2008/

Static Wikipedia (2007)
https://wikipedia2007.classicistranieri.com

Static Wikipedia (2006)
https://wikipedia2006.classicistranieri.com

Liber Liber
https://liberliber.classicistranieri.com

ZIM Files for Kiwix
https://zim.classicistranieri.com


Other Websites:

Bach - Goldberg Variations
https://www.goldbergvariations.org

Lazarillo de Tormes
https://www.lazarillodetormes.org

Madame Bovary
https://www.madamebovary.org

Il Fu Mattia Pascal
https://www.mattiapascal.it

The Voice in the Desert
https://www.thevoiceinthedesert.org

Confessione d'un amore fascista
https://www.amorefascista.it

Malinverno
https://www.malinverno.org

Debito formativo
https://www.debitoformativo.it

Adina Spire
https://www.adinaspire.com