Miðgarðsormur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hluti af greinaflokknum Norræn goðafræði |
Helstu goð |
Æsir: Óðinn, Þór, Baldur, Loki, Höður, Bragi, Mímir Ásynjur: Frigg, Iðunn, Sif Vanir: Njörður, Freyja, Freyr |
Aðrir |
Jötnar: Ýmir, Bor, Bestla, Angurboða, Skaði, Hel Skepnur: Auðhumla, Fenrisúlfur, Sleipnir, Miðgarðsormur, Huginn og Muninn Aðrir: Askur og Embla; Urður, Verðandi og Skuld; Dvergar, Álfar |
Staðir |
Ásgarður, Miðgarður, Útgarður, Niflheimur, Hel, Bifröst, Askur Yggdrasils |
Rit |
Sæmundaredda, Snorra-Edda, Heimskringla, Gesta Danorum |
Trúfélög |
Íslenska ásatrúarfélagið, Danska ásatrúarfélagið, Ásatrúarfélagið Bifröst |
Miðgarðsormur er ófrýnileg risaslanga og tortímingarafl í norrænni goðafræði og gengur stundum undir nafninu Jörmungandur. Hann er einn af erkifjendum ása og er eitt af þeim þrem afkvæmum Loka Laufeyjarsonar sem hann gat við tröllkerlingunni Angurboðu. Miðgarðsormur er svokallað heimsskrímsli, en hann lykur um alla jörðina (Miðgarð) og vekur ótta meðal ábúenda.
Um Miðgarðsorm eru til margar sögur og spinnast þær margar hverjar um samskipti hans og þrumuguðsins Þórs en þeir eru erkifjendur. Fræg er sagan af bardaga þeirra í Ragnarökum. Þá vó Þór Miðgarðsorm en komst ekki lengra en níu skref frá hræi ófreskjunnar því henni hafði tekist að blása á hann banvænu eitri. Féll Þór þar dauður til jarðar.