Klarínett
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klarínett er tréblásturshljóðfæri. Hljóðpípa þess er nær sívalningslaga, og einfalt blað er notað til að framkalla tóninn. Nafnið er dregið af ítalska orðinu clarino, sem þýðir trompett, að viðbættri smækkunarendingunni -et, en fyrstu klarínettin höfðu skæran tón líkt og trompett.
Til eru margar gerðir klarínetta, og er klarínettufjölskyldan stærsta fjölskylda tréblásturshljóðfæra, en hún hefur á þriðja tug meðlima. Mörg þessara klarínetta hafa fallið að mestu úr notkun eða eru frekar sjaldgjæf, og oft eru algengari hljóðfærin notuð til að spila tónlist sem skrifuð var fyrir þau. Algengasta klarínettið er sópranklarinett í B, sem jafnan er kallað einfaldlega klarinett, og oftast er átt við það þegar orðið er notað stakt.