Gryffindor
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gryffindor er ein af heimavistunum fjórum í skólanum Hogwarts í bókunum um Harry Potter eftir Joanne Kathleen Rowling.
Gryffindor er hin dæmigerða ímynd hins góða. Einkennislitirnir eru gylltur og vínrauður og verndardýrið er ljón. Heimavistin er nefnd eftir Godric Gryffindor, einum af fjórum stofnendum Hogwarts. Minerva McGonagall er yfir heimavistinni og draugurinn sem fylgir vistinni er Næstum-Hauslausi Nick (Sir Nicholas de Mimsy-Porpington). Gengið er inn í heimavistina í gegnum málverkið af Feitu Konunni. Harry, Hermione og Ron eru nemendur í þessari heimavist og bæði Albus Dumbledore og Minerva McGonagall voru í henni þegar þeir voru námsmenn. Nemar Gryffindor eru hugprúðir, áræðnir og djarfir. Í vísu Flokkunarhattsins úr fyrstu bókinni segir um Gryffindor:
- „Í Gryffindor þú gætir flust,
- með görpum dvalist þar.
- Þeir hraustir eru og hugrakkir
- og hræðast ekki par.“