Willem-Alexander
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Willem-Alexander, Willem-Alexander Claus George Ferdinand (f. 27. apríl 1967) er sonur Beatrix Hollandsdrottningar og Claus prins, og er því annar í erfðaröðinni að hollenska hásætinu, og gæti því í framtíðinni orðið fyrsti konungurinn í Hollandi í yfir 100 ár.
[breyta] Fjölskylda
Þann 2. febrúar 2002 giftist Willem-Alexander argentínskri konu að nafni Máxima Zorreguieta Cerruti (f.17. maí 1971). Val hans á eiginkonu vakti í fyrstu hörð viðbrögð landsmanna, þar sem faðir Máximu hafði verið landbúnaðarráðherra í stjórnartíð argentínska forsetans Jorge Rafael Videla, einræðisherra. Út af því var föður hennar ráðlagt að mæta ekki í brúðkaupið. Maxima og Willem- Alexander eiga tvær dætur: