Thomas Cranmer
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomas Cranmer (2. júlí 1489 – 21. mars 1556) var erkibiskup af Kantaraborg frá 1533 og þjónaði í tíð Hinriks VIII og Játvarðs VI. Hann er talinn upphafsmaður ensku biskupakirkjunnar. Hann var brenndur á báli að skipun kaþólsku drottningarinnar Maríu I.
Fyrirrennari: William Warham |
|
Eftirmaður: Reginald Pole |