Skynsemissérhyggja
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skynsemissérhyggja er sú kenning að það sé ávallt skynsamlegast að breyta með hliðsjón af eigin hagsmunum.
Skynsemissérhyggju ætti ekki að rugla saman við (a) sálfræðilega sérhyggju, sem er sú kenning að athafnir fólks ráðist alltaf af eiginhagsmunum, eða (b) siðfræðilegra sérhyggju, sem er sú kenning að mannlegar athafnir ættu alltaf að ráðast af eiginhagsmunum fólks.
Skynsemissérhyggjan segir einungis að það sé skynsamlegast að athafnir fólks ráðist af eiginhagsmunum þess, en ekki að þar með ættu þær ávallt að gera það eða að þar með geri þær það í raun.