Skráptennur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skráptennur eru broddar sem vaxa á skráp sumra brjóskfiska, þar á meðal háfiska. Þær eru svipaðar að gerð og tennur sem kunna að hafa þróast út frá skráptönnum í frumstæðum fiskum. Form skráptanna fer eftir tegund og þær eru því notaðar við greiningu.
Skrápur háfiska er þakinn skráptönnum og hefur meðal annars verið notaður líkt og sandpappír til slípunar. Allar tennurnar snúa aftur. Háfiskar hafa sést nota tennurnar til að særa bráð sína.
Rannsóknir hafa sýnt að skráptennurnar skapa örsmáar hringiður og auka þannig sundgetu og draga úr hljóði.