Salvador Dalí
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salvador Felipe Jacinto Dalí Domènech (11. maí 1904 – 23. janúar 1989) var spænskur listamaður sem aðallega er þekktur fyrir fíngerð súrrealísk málverk en fékkst einnig mikið við höggmyndalist, ljósmyndun og fleira. Hann hafði lag á að draga að sér athygli vegna sérviskulegrar hegðunar og stíls.