Súesskurðurinn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súesskurðurinn er 163 km langur skipaskurður yfir Súeseiðið í Egyptalandi. Skurðurinn nær frá Port Saíd við Miðjarðarhafið að Súesflóa í Rauðahafi. Skurðurinn er gríðarlega mikilvæg siglingaleið þar sem hann gerir skipum kleift að sigla milli Asíu og Evrópu án þess að þurfa að fara kringum Afríku.
Skurðurinn var opnaður 17. nóvember 1869.