PET-skanni
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
PET-skanni stendur fyrir Positron emission tomography og er einn af jáeinda- eða segulómmyndaskönnum. PET-skanninn er notaður til að fylgjast með virkni heilans við úrlausnir á ákveðnum verkefnum og mæla orkunotkun heilasvæða. Sem orkugjafa notar heilinn glúkósa. Á þeim heilasvæðum sem virkjast hverju sinni við ýmis verkefni er mest glúkósanotkun. Ef blandað er geislavirku efni saman við tilbúin glúkósa er hægt að sjá hvar hann safnast mest fyrir. Skanninn nemur geislavirku svæðin og upplýsingar um þetta eru skráðar sem útbýr myndir af heilanum í ýmsum litum og hver litur táknar ákveðið stig virkni.