Spjall:Opinn hugbúnaður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
81.15.42.250 setti þetta á greinina, þar sem þarna stendur ekki stakt orð sem á við opinn hugbúnað hef ég fært þetta hingað þar til þetta verður sett á aðra grein (sem þetta á við), endurskrifað eða annað: --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:28, 19 nóv 2004 (UTC)
- Opinn hugbúnaður er hugbúnaður þar sem frumkóði forritsins er aðgengilegur með einhverjum hætti. Frumkóði forritsins er textinn sem forritarinn skrifar þegar hann býr forritið til. Til að gera nothæft forrit úr frumkóða þarf að vistþýða hann með sérstöku forriti (vistþýðanda). Við það verður til keyrsluskrá sem hægt er að keyra á tölvunni og gerir það sem til er ætlast af forritinu. Með því að frumkóði forrits er gerður aðgengilegur, er hverjum sem er gert kleift að lesa textann sem forritararnir skrifuðu þegar þeir bjuggu til forritið. Áhugasamir geta þannig kynnt sér hvernig forritið er byggt upp. Mörg forrit sem annars eru lokuð eru opin til notkunar í sérstökum tilgangi, t.d. í kennslu.
[breyta] Nýja útgáfan
Þetta er ennþá rangt þar sem greinin skilgreinir fyrst allan hugbúnað sem hægt er að fá aðgang að frumkóðanum á sem opinn hugbúnað, (sem er ekki rétt, sjá skilgreininguna hér.) og þar á eftir kemur Algengt er að [...] sínum breytingum opinn hugbúnað sem er satt en segir bara hálfa söguna, margt annað þarf að upfylla (sjá tengilinn hér áðan).
Svo vekur sú staðreynd að ekki flokkast allur hugbúnaður undir þetta ekkert hörð viðbrögð hjá samfélaginu í kringum opnu hugbúnaðarleyfin, eitt af því sem greinir þá einmitt frá frjálsa hugbúnarðarsamfélaginu er að þeim er almennt skítsléttsama um þannig hluti.
Svo er það Sun ekki SUN. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 07:25, 21 nóv 2004 (UTC)
- Klausan um hörð viðbrögð er þýdd úr enska wikipedia, eins og flest í þessari grein. Þú getur gagnrýnt þetta þar.
- Annars skrifaði ég sun með stórum stöfum vegna þess að ég hélt að Sun gerðu það sjálfir (Þetta er upprunalega skammstöfunin Stanford University Networks). Þeir gera það greinilega ekki lengur. --Sindri 14:19, 21 nóv 2004 (UTC)
[breyta] Opinn kóði fyrir bjór
Sjá Vores Øl. Þetta er opinn kóði en ekki hugbúnaður... --Stalfur 18. des. 2005 kl. 23:59 (UTC)