Ljóstillífun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljóstillífun er það lífefnafræðilega ferli sem plöntur, þörungar, sumar bakteríur og einstaka frumdýr nota til að vinna orku úr sólarljósi til að framleiða næringu. Ljóstillífun er mjög mikilvæg lífríki jarðar þar sem nær allar lífverur þar treysta beint eða óbeint á þá orku sem til verður við ljóstillífun, einnig mynda nær allar lífverur sem stunda ljóstillífun súrefni sem aukaafurð. Lífverur sem eru færar um ljóstillífun eru kallaðar ljósnæmar lífverur.
[breyta] Ljóstillífun í plöntum
Plöntur breyta koltvíoxíði og vatni í sykrur og súrefni með ljóstillífun, t.d. er formúlan fyrir framleiðslu glúkósa:
- 6H2O + 6CO2 + ljós → C6H12O6 (glúkósi) + 6O2
Í plöntum eru það grænukorn frumna plantnanna sem fanga orku sólarljóssins.