Jóhannesarborg
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhannesarborg (afríkanska og enska: Johannesburg) er fjölmennasta borg Suður-Afríku og sú þriðja fjölmennasta í Afríku á eftir Kaíró og Lagos. Borgin er einnig höfuðborg Gauteng-héraðs, ríkasta héraðs Suður-Afríku.
Í Jóhannesarborg fara fram mikil viðskipti með gull og demanta en borgin er staðsett í Witwatersrand-fjallgarðinum þar sem miklar gull og demantanámur er að finna. Flugvöllur borgarinnar er sá stærsti í Afríku.
Íbúar voru rúmar 3 milljónir 2001, en á Stór-Jóhannesarborgarsvæðinu sem einnig tekur til nálægra útborga búa samtals um 8 milljónir.