Leikstjórnandi (körfuknattleikur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikstöður í körfuknattleik | |
Leikstjórnandi | |
Skotbakvörður | |
Lítill framherji | |
Kraftframherji | |
Miðherji |
Leikstjórnandi er ein af fimm leikstöðum í körfuknattleik. Leikstjórnandinn er venjulega minnsti maður liðsins og staðan er líklega sú sérhæfðasta innan liðsins. Leikstjórnandinn stjórnar sókninni, með því að stjórna boltanum og sjá til þess að réttur leikmaður fái hann á réttum tíma. Eftir að mótherjarnir skora, er það venjulega leikstjórnandinn sem kemur með boltann upp völlinn til að hefja nýja sókn.
Góð yfirsýn yfir leikvöllinn og hæfileikar til að senda boltann eru nauðsynlegir til að geta spilað stöðuna. Góðir leikstjórnendur eru oft frekar metnir út frá fjölda stoðsendinga en skoraðra stiga. Samt sem áður ætti góður leikstjórnandi að búa yfir áreiðanlegu stökkskoti og að geta skorað af löngu færi.
Meðal færustu leikstjórnenda heims í dag má nefna Steve Nash, Jason Kidd og Gary Payton. Fyrri tíma leikstjórnendur eru m.a. Magic Johnson, Bob Cousy, Isiah Thomas og John Stockton.
Af íslenskum leikstjórnendum má nefna Jón Kr. Gíslason, Fal Harðarson, Jón Arnór Stefánsson, Jón Arnar Ingvarsson, Tómas Holton, Pál Kolbeinsson, Eirík Önundarson og Friðrik Ragnarsson.