Jeremy Bentham
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki Nýaldarheimspeki, Heimspeki 18. aldar, Heimspeki 19. aldar |
|
---|---|
Nafn: | Jeremy Bentham |
Fædd/ur: | 15. febrúar 1748 í London á Englandi |
Dáin/n: | 6. júní 1832 í London á Englandi |
Skóli/hefð: | Nytjastefna |
Helstu ritverk: | Introduction to Principles of Morals and Legislation (1780); Discourse on Civil and Penal Legislation (1802) |
Helstu viðfangsefni: | stjórnspeki, siðfræði, réttarheimspeki |
Markverðar hugmyndir: | Hámarkshamingjulögmálið |
Áhrifavaldar: | John Locke, David Hume, Montesquieu |
Hafði áhrif á: | James Mill, John Stuart Mill, Robert Owen, Michel Foucault |
Jeremy Bentham (15. febrúar 1748 – 6. júní 1832) var enskur lögfræðingur, heimspekingur og umbótamaður. Hann var róttækur hugsuður og frumkvöðull í réttarheimspeki í hinum enskumælandi heimi. Hann er þekktastur fyrir að vera málsvari nytjastefnu í siðfræði.
Bentham var nokkuð áhrifamikill hugsuður, bæði vegna eigin skrifa og ekki síður í gegnum skrif nemenda og fylgjenda sinna víða um heim. Meðal þeirra var James Mill, en sonur hans, John Stuart Mill, er frægasti málsvari nytjastefnu í siðfræði; og Robert Owen, sem varð síðar upphafsmaður sósíalisma).
Bentham studdi persónufrelsi einstaklinga og athafnafrelsi og frjálst hagkerfi. Hann var einnig hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, studdi málfrelsi, jafnrétti kynjanna, réttindi dýra, afnám þrælahalds og líkamsrefsinga (einnig í uppeldi barna), réttinn til skilnaðar, frjálsa verslun og viðurkenningu samkynhneigðar.