Ermarsund
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ermarsund er sund í Atlantshafi á milli meginlands Evrópu (Frakklands) og eyjunnar Stóra-Bretlands og tengir Norðursjó við Atlantshafið. Nafnið kemur úr frönsku; La Manche, „ermin“. Það er um 560 km langt og breiðast 240 km, en grennst 34 km, á milli borganna Dover og Calais.
Í sundinu eru Ermarsundseyjar, nær Frakklandi. Scilly-eyjar og franska eyjan Ouessant mynda vesturmörk sundsins.