Einmánuður
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einmánuður er sjötti mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu og síðasti vetrarmánuðurinn. Hann hefst á þriðjudegi í tuttugustu og annarri viku vetrar, eða 20. til 26. mars.
Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í tengslum við hreppasamkomur þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Ef fyrsti dagur einmánaðar var blautur, boðaði það gott vor.
Mánuðirnir samkvæmt norræna tímatalinu |
---|
Gormánuður | Ýlir | Mörsugur | Þorri | Góa | Einmánuður | Harpa | Skerpla | Sólmánuður | Heyannir | Tvímánuður | Haustmánuður |