Deildun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Deildun (einnig þekkt sem diffrun) er sú stærðfræðilega aðgerð sem notuð er í örsmæðareikningi til þess að finna afleiðu falls og út frá henni hallatölu snertils fallsins í gefnum punkti. Þar sem afleiðan (hallatalan) er jöfn núlli hefur fallið hágildi, lággildi eða beygjuskil. Ef gildi afleiðunnar er jákvætt (pósitíft) þá er fallið vaxandi, en sé gildið neikvætt (negatíft) þá er fallið minnkandi.
Sé afleiðan deilduð (diffruð) fæst svokölluð önnur afleiða. Hún hefur neikvætt (negatíft) gildi í hágildispunkti fallsins og jákvætt (pósitíft) gildi í lággildispunkti þess. Þar sem önnur afleiðan er jöfn núlli er svokallaður beygjuskilapunktur.
Deildun almenns veldisfalls er framkvæmd þannig: Stuðullinn a er margfaldaður með veldisvísinum n og síðan er veldi breytunnar x lækkað um 1:
Dæmið hér að ofan sýnir deildunarstíl Leibniz, en þar er notað til þess að lýsa diffrun á fallinu f(x) með tilliti til breytunnar x. Annar stíll er til, sem kenndur er við Lagrange, en þar er fallið bara „merkt“: . Að sama skapi er hægt að ítreka deildunina (önnur afleiða, þriðja afleiða,...) með því að merkja oftar: , og svo framvegis.
Notkun stafsins 'd' í deildunarstíl Leibniz kemur af latneska orðinu differentia, sem þýðir mismunur.
Andhverf aðgerð deildunar nefnist heildun.