Bajkalvatn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bajkalvatn er stöðuvatn í sunnanverðri Síberíu í Rússlandi. Það er dýpsta og elsta stöðuvatn heims og inniheldur 20% af öllu ferskvatni jarðar með um 23.000 km³ af vatni. Í vatninu er gríðarlega fjölbreytt lífríki og 60% allra dýrategunda í vatninu finnast þar eingöngu. Eina spendýrið sem lifir í vatninu er bajkalselur (Phoca sibirica) sem er afbrigði hringanóra. Lítið var vitað um vatnið fyrr en Síberíujárnbrautin var lögð kringum aldamótin 1900.