Þorsteinn Hallgrímsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorsteinn Hallgrímsson, eða Doddi Hallgríms eins og hann er jafnan kallaður, var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í körfuknattleik. Hann lék með SISU í Danmörku á sjöunda áratug síðust aldar.
Doddi fæddist 25. júlí 1942 og var yngsti leikmaður fyrsta landsliðs Íslands í körfuknattleik, tæplega 17 ára gamall. Leikurinn, sem var gegn Dönum, fór fram í Kaupmannahöfn 16. maí 1959. Hann varð margoft Íslandsmeistari með ÍR, m.a. fimm ár í röð á árunum 1960-1964.
Með landsliðinu lék Doddi venjulega stöðu bakvarðar eða jafnvel framherja, en lék sem miðherji á keppnisferðalagi um Danmörku og Noreg um áramótin 1974-1975. Hann er því eini leikmaðurinn sem hefur afrekað það að spila allar stöður á vellinum með íslenska landsliðinu í körfuknattleik.
Doddi var valinn besti leikmaður 1. deildar karla, forvera úrvalsdeildarinnar, árin 1969 og 1971.
[breyta] Heimildir
- Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
- KKÍ.is