Íþróttafélag Reykjavíkur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íþróttafélag Reykjavíkur eða ÍR er eitt fjölmennasta íþróttafélagið í Reykjavík með rúmlega 1800 virka iðkendur en þar af eru rúmlega 1300 16 ára og yngri. Íþróttir stundaðar hjá ÍR eru:
- Dans
- Frjálsar íþróttir
- Handbolti
- Júdó
- Körfubolti
- Keila
- Knattspyrna
- Skíði
- Tae Kwon Do
Yfir 50% nemenda úr grunnskólum neðra Breiðholts eru iðkendur hjá ÍR og um 40% í öllu Breiðholtinu.