Ásgrímur Jónsson
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásgrímur Jónsson (1876 - 1958) er einn frægasti listmálari Íslands. Hann lærði við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1900-1903 og ferðaðist víða að námi loknu. Hann var fyrstur íslenskra málara til að geta lifað af myndlistinni og hafa hana að aðalstarfi. Hann er frægur fyrir landslagsmyndir sínar þó svo að á löngum ferli hafi stefnur og áherslur hjá honum breyst.