Árangurslögmálið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árangurslögmálið er lögmál sem segir til um að hjá dýrum verði þær svaranir tíðari sem hafa jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir dýrið en aðrar svaranir hverfi smám saman. Lögmálið var sett fram af dýrasálfræðinginum Edward L. Thorndike á 19. öld sem gerði rannsóknir á gáfum katta og leiddi út frá þeim lögmálið.