Stekkjastaur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stekkjastaur er fyrsti jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 12. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
Stekkjastaur var sagður sjúga mjólk úr kindum, en hann hafði staurfætur á báðum fótum svo það gekk heldur erfiðlega.
Stekkur var sérstök gerð fjárréttar, og þaðan fékk Stekkjastaur nafnið.