SQL
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
SQL (skammstöfun fyrir „Structured Query Langauge“) er mjög algengt fyrirspurnarmál sem notað er til að búa til, vinna með og sækja gögn úr gagnagrunnum. Málið er ANSI og ISO staðall, en framleiðendur gagnagrunnskerfa þróa yfirleitt sína eigin mállýsku af SQL sem fylgir ekki staðlinum, svosem PL/SQL fyrir Oracle og Transact-SQL fyrir Microsoft SQL Server.