Sigurður Nordal
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurður Nordal (14. september 1886 – 21. september 1974) var íslenskur fræðimaður, rithöfundur og skáld. Hann var áhrifamikill í þróun kenninga um Íslendingasögurnar, en hann hélt því fram að sögurnar væru verk einstakra höfunda. Snemma á 21. öldinni eru verk hans og kenningar enn mikils virtar.
Sigurður er einnig þekktur fyrir smíði nýyrðisins „tölva“, en áður en að það orð kom til sögunnar voru tölvur ýmist kallaðar enska nafninu „computer“ eða íslensku heitunum rafeindaheilar og rafeindareiknir.
Nokkur af áhrifamestu verkum hans:
- Völuspá (ritgerð um samnefnt verk)
- Íslenzk menning (bók um íslenska menningu)
- Hrafnkatla (ritgerð um Hrafnkels sögu)