Síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þegar ættartré þeirra lífvera sem nú byggja jörðina er skoðað, virðist ljóst, meðal annars af sameiginlegri notkun allra lífvera á samsvarandi kjarnsýrum, að þessar lífverur eiga allar ættir sínar að rekja til sameiginlegs uppruna.
Þar með virðist líklegt að á einhverjum tímapunkti lifði síðasta lífveran sem allar núlifandi lífverur geta rakið uppruna sinn til, þótt fátt sé vitað um þessa lífveru. Þessi lífvera hefur að öllum líkindum verið mjög einföld að gerð, og talið er að hún hafi lifað fyrir um 3,5 milljörðum ára síðan.
Það er vert að geta þess að það er ekki sjálfgefið að þessi lífvera hafi verið einfaldasta lífvera sem hugsast getur, og þetta var að öllum líkindum ekki fyrsta lífveran. Auk þess er vel mögulegt að þegar þessi lífvera var á lífi hafi hún deilt jörðinni með öðrum lífverum sem ekki tókst að koma ár sinni jafnvel fyrir borð og dóu út