Prince Buster
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prince Buster eða Cecil Bustamente Campbell (f. 28. maí 1938) er tónlistarmaður frá Jamaíka og talinn með upphafsmönnum ska- og rocksteady-tónlistar. Hann hóf feril sinn sem plötusnúður með því að reka hljóðkerfi (n-k ferðadiskótek) í Kingston fyrir Coxsone Dodd og þróaði þar sína eigin útgáfu af bandarískri ryþmablús-tónlist.
1960 framleiddi hann plötu fyrir Folkes Brothers (mento-hljómsveit) undir gælunafninu Prince Buster. Platan sló í gegn og brátt fór Prince Buster að framleiða lög bæði eftir sjálfan sig og aðra og lagði megináherslu á ska. Frá 1963 átti hann margar metsöluplötur á Jamaíka. Á sama tíma fór hann í tónleikaferðir um Bretland og varð fyrstur tónlistarmanna frá Jamaíku til að eiga smáskífu á metsölulista þar (smáskífan Al Capone).
Á 8. áratugnum vann hann fyrst og fremst við að framleiða efni eftir aðra tónlistarmenn. Reggí hafði þá tekið við af ska-tónlist sem vinsælasta tónlistarstefnan á Jamaíka og Prince Buster lét meðal annars aukahlutverk í kvikmyndinni The Harder They Come, sem átti þátt í að koma reggítónlist á kortið um allan heim. Undir lok áratugarins var hann kominn í alvarleg fjárhagsvandræði vegna misheppnaðra viðskiptaævintýra, en bjargaðist þegar önnur bylgja ska-tónlistar gekk yfir í Bretlandi, með hljómsveitum eins og Madness og The Specials, auk pönkhljómsveita eins og The Clash, sem áttu til að taka upp gömul lög eftir Prince Buster.
Prince Buster á nú heima í Miami í Flórída.
Breska hljómsveitin Madness og tónlistarmaðurinn Judge Dread (Alexander Minto Hughes) eru heitin í höfuðið á lögum eftir Prince Buster.
[breyta] Hljómplötur
- I Feel The Spirit - FAB
- Fly Flying Ska -
- Pain In My Belly -
- Ska-Lip-Soul -
- It's Burke's Law -
- What A Hard Man Fe Dead -
- Prince Buster On Tour -
- Judge Dread Rock Steady -
- She Was A Rough Rider -
- Wreck A Pum Pum -
- The Outlaw -
- FABulous Greatest Hits - 1963-1981 - FAB/Sequel (1993)
- 15 Oldies but Goodies - FAB
- Tutti Frutti -Melodisc
- Chi Chi Run - FAB
- The Message-Dub Wise - 1972 - FAB/Melodisc
- Sister Big Stuff - Melodisc
- Big Five - Melodisc
- Jamaica's Greatest - Melodisc
- Ten Commandments - 1967 - RCA
- Dance Cleopatra Dance-BlueElephant