Leikfang
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leikfang er hlutur sem notaður er við leik barna, fullorðinna, eða gæludýra. Mörg mismunandi leikföng eru framleidd í heiminum, en einnig er hægt að leika sér með aðra hluti, sem ekki voru upphaflega hugsaðir sem leikföng. Til dæmis finnst mörgum börnum gaman að leika sér með potta og pönnur, og fyrr á tímum léku íslensk börn sér með legg og skel. Enn eldri dæmi eru til um leikföng og hafa fundist litlir vagnar og önnur leikföng sem eru að minnsta kosti 3.500 ára gamlir [1]. Eins er til í dæminu að hlutir sem líta út eins og leikföng séu í raun framleiddir sem safngripir sem litlar líkur eru á að nokkur leiki sér með.