Laó Tse
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laó Tse, Laó-tse, Laótse eða Laó Tsu (kínverska: 老子) var mikilvægur kínverskur heimspekingur. Nafn hans merkir „sá gamli“ og það er umdeilt hvort hann hafi raunverulega verið til. Samkvæmt kínverskri hefð var hann uppi á 6. öld f.Kr. en ýmsir telja nú að hann hafi fremur verið uppi á 4. öld f.Kr. á tímabili hinna stríðandi ríkja. Honum er eignuð Bókin um veginn (Tao Te King) sem er grunnrit í taóisma.