Kommúnistaflokkur Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
Kommúnistaflokkur Íslands var íslenskur stjórnmálaflokkur sem starfaði á árunum 1930–1938 eftir að hafa klofið sig úr Alþýðuflokknum. Brynjólfur Bjarnason var eini formaður flokksins. Kommúnistarnir stofnuðu ásamt Héðni Valdimarssyni og öðrum fylgismönnum hans úr Alþýðuflokknum Sameiningarflokk alþýðu Sósíalistaflokkinn 1938.
Kommúnistaflokkurinn var formlega hluti af alþjóðasamtökum kommúnista, Komintern.
Verkalýðsblaðið var lengst af málgagn flokksins.