Harriet Tubman
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harriet Tubman (um 1822 – 10. mars 1913) einnig þekkt sem „hinn svarti Móses“, „amma Móses“ og „Móses þjóðar sinnar“ var bandarísk blökkukona sem barðist fyrir afnámi þrælahalds. Hún var sjálf strokuþræll. Hún aðstoðaði við flótta margra þræla frá heimaslóðum hennar í Maryland um neðanjarðarlestarkerfið (The Underground Railroad). Í bandaríska borgarastríðinu starfaði hún sem njósnari fyrir Norðurríkin.