Dauðaholdris
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dauðaholdris á sér stað er karlmaður deyr í stellingu þar sem umtalsvert blóðmagn safnast við mitti hans. Í lifanda lífi sér hjartað um að halda jafnri dreyfingu blóðs um líkamann en við dauða stöðvast blóðrásin og blóðmassinn leitar á lægsta þyngdarpunkt líkamans, Ef lega líkisins er lóðrétt t.d. vegna hengingar leitar blóðið fyrst og fremst neðst í fætur sem veldur mikilli útvíkkun á æðum í fótum þar eð blóðmassi líkamans þrýstir niður á við.
Þó mestur blóðþrýstingur sé neðst við fæturna í þessari stöðu myndast einnig umtalsverður þrýstingur við mitti sem veldur holdrisi hjá hinum látna sem stendur — eða jafnvel vex - svo lengi sem búkurinn hangir í stellingu þar sem blóðþyngdin liggur á mittinu.