Dakar
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dakar er höfuðborg Senegal með um 2,4 milljónir íbúa (þar af 1 milljón í sjálfri borginni). Borgin stendur á Grænhöfða á vesturströnd Senegal. Hún var stofnuð árið 1857 og hafði þá myndast utanum franskt virki á höfðanum. Hún óx hratt sem mikilvægur áfangastaður í versluninni við Evrópu og yfir Atlantshafið