Andaætt
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Andaætt | |||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kvakönd (Anas formosa)
|
|||||||||||
Vísindaleg flokkun | |||||||||||
|
|||||||||||
|
|||||||||||
|
Andaætt (fræðiheiti: Anatidae) er ætt fugla sem inniheldur endur, gæsir og svani. Fuglar af þessari ætt fljóta á vatni, synda með sundfitum og sumir þeirra kafa eftir æti.
Þeir eru með sundfit og misflatan gogg. Fjaðrir þeirra hrinda frá sér vatni vegna sérstakrar fitu. Andafiður, æðardúnn og gæsadúnn hefur lengi verið notað í sængur og kodda. Margir fuglar af þessari ætt eru líka vinsælir matfuglar og sumir eru ræktaðir sem húsdýr í þessum tilgangi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Flokkun
Áður var fuglum af andaætt skipt í sex undirættir, en nýlega hefur því verið breytt í níu undirættir byggt á tegundarþróun:
[breyta] Blístrur (Dendrocygnini)
- Aðeins ein ættkvísl háfættra fugla sem líkjast gæsum
- Blístrur (Dendrocygna) - 9 tegundir
[breyta] Söðulblístrur (Thalassorninae)
- Ein ættkvísl með eina tegund í Afríku, náskyld blístrum, en einnig líkindi með koparöndum.
- Thalassornis - 1 tegund; Söðulblístra
[breyta] Svanir og gæsir (Anserinae)
- 5-7 ættkvíslir með 27 tegundir sem aðallega lifa á norðurhveli jarðar.
- Coscoroba - 1 tegund
- Svanir (Cygnus) - 7 tegundir
- Grágæsir (Anser) - 7 tegundir
- Hvítar gæsir (Chen) - 3 tegundir
- Svartar gæsir (Branta) - 8 tegundir
- Cereopsis - 1 tegund
- Cnemiornis - útdauð
[breyta] Apagæsir (Stictonettinae)
- Ein ættkvísl í Ástralíu
- Stictonetta - 1 tegund; apagæs
[breyta] Sporendur (Plectropterinae)
- Ein ættkvísl í Afríku
- Plectropterus - 1 tegund; sporönd
[breyta] Gæsendur (Tadorninae)
- Þessir fuglar líkjast bæði gæsum (Anserinae) og öndum (Anatinae) og skiptast í 10 ættkvíslir með um 26 tegundir, aðallega á suðurhveli jarðar.
- Sarkidiornis - 1 tegund
- Pachyanas - útdauð
- Brandendur (Tadorna) - 7 tegundir
- Hymenolaimus - 1 tegund
- Centrornis - útdauð
- Alopochen - 1 tegund; nílarönd
- Neochen - 1 tegund
- Chloephaga - 5 tegundir
- Cyanochen - 1 tegund
- Hymenolaimus - 1 tegund
- Merganetta - 1 tegund
- Tachyeres - 4 tegundir
[breyta] Eiginlegar endur (Anatinae)
- Buslendur eru algengar um allan heim og eru nú taldar skiptast í 8 ættkvíslir og 55 tegundir.
- Pteronetta - 1 tegund
- Cairina - 2 tegundir; s.s. moskusönd
- Aix - 2 tegundir; mandarínönd og brúðönd
- Nettapus - 3 tegundir; s.s. laufönd
- Anas - 40-45 tegundir; s.s. grafönd, ljóshöfðaönd, núpönd, rákönd og rauðhöfðaönd
- Callonetta - 1 tegund
- Chenonetta - 1 tegund
- Amazonetta - 1 tegund
- Moa-nalo-endur: 4 tegundir í 3 ættkvíslum sem allar eru útdauðar, voru stórvaxnar ófleygar endur á Hawaii.
- Kafendur telja 16 tegundir í 3 ættkvíslum og eru algengar um allan heim.
- Marmaronetta - 1 tegund; dropönd
- Netta - 4 tegundir; s.s. kólfönd
- Aythya - 12 tegundir; s.s. skúfönd, duflönd og skutulönd
[breyta] Sjóendur eða fiskiendur (Merginae)
- Sjóendur skiptast í 10 ættkvíslir og 20 tegundir. Flestar tegundirnar lifa á norðurhveli jarðar, en tvær tegundir eru þekktar frá suðurhvelinu.
- Chendytes - útdauð
- Polysticta - 1 tegund; blikönd
- Æðarfuglar (Somateria) - 3 tegundir; æður, æðarkóngur, gleraugnaæður
- Histrionicus - 1 tegund; Straumönd
- Camptorhynchus - 1 tegund
- Melanitta - 3 tegundir; korpönd, hrafnsönd, krákönd
- Clangula - 1 tegund, hávella
- Bucephala - 3 tegundir; hjálmönd, hvinönd og húsönd
- Mergellus - 1 tegund; hvítönd
- Lophodytes - 1 tegund; kambönd
- Mergus - 5 tegundir; s.s. gulönd og toppönd,
[breyta] Koparendur (Oxyurinae)
- Þetta er lítil deild með 4 ættkvíslir og 8 tegundir
- Oxyura - 6 tegundir; s.s. eirönd og hrókönd
- Biziura - 1 tegund
- Heteronetta - 1 tegund