Þjóðvarnarflokkur Íslands
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Íslensk stjórnmál Þessi grein er hluti af greinaflokknum: Íslensk stjórnmál |
Þjóðvarnarflokkur Íslands var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Fremsta baráttumál flokksins var að Ísland segði sig úr NATO og að bandaríski herinn hyrfi úr landi. Flokkurinn fékk tvo menn kjörna á Alþing 1953, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson. Við kosningarnar árið 1963 bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í samvinnu við Alþýðubandalagið, en hætti flokksstarfsemi sama ár. Flokkurinn gaf út vikublaðið Frjáls þjóð sem kom út 1952-1968, seinustu árin á vegum útgáfufélagsins Hugins.