Stjörnukisi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnukisi er hljómsveit sem vann Músíktilraunir árið 1996, sama ár kemur út 10" vínil platan "Veðurstofan". Ári síðar (1997) gáfu þeir út EP plötuna "Geislaveisla". Árið 1998 kom smáskífan "Flottur Sófi" út (ókeypis) í samvinnu við tónlistartímaritið Undirtóna. Lítið bar á hljómsveitinni í nokkur ár og hún skipti um trommara. Árið 2001 kom út fyrsta breiðskífa Stjörnukisa, Góðar stundir.
[breyta] Meðlimir
- Úlfur Chaka / Söngur
- Bogi Reynisson / Bassi og Forritun
- Gunnar Óskarsson / Gítar og Forritun
- Birkir Fjalar Viðarsson / Trommur.