Sahel
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sahel (úr arabísku ساحل sahil „strönd“ eða „jaðar“) er svæði í Afríku sem liggur á mörkum Sahara og gróðurlendisins í suðri sem er kallað Súdan. Svæðið er aðallega gresja og nær frá Atlantshafinu að Horni Afríku og frá hálfþurru graslendi að hitabeltisgresju. Á miðöldum risu þarna mörg stór konungsríki sem högnuðust á Saharaversluninni.